Sérhönnuð Liðsföt
Bikeson selur sérhannaðan, hjóla og hlaupa, liðsfatnað. Það er því tilvalið fyrir fyrirtæki eða íþróttafélög sem hyggjast á þátttöku í hjólreiðakeppnum eða hlaupum og vilja efla liðsheildina að hanna sinn eigin keppnisbúning. Fatnaðurinn er frá SPIUK, spænskum framleiðanda, og er áhersla á hágæða íþróttafatnað og aukabúnað af ýmsum toga. Fjöldi atvinnumanna eru í samstarfi við SPIUK og má þar nefna lið og einstaklinga í Tour de France, heimsmeistarar í Cross Country, sigurvegarar í Ironman og fleira.
Ferlið
1. Mátun
Við hittum liðið með sýnishorn af vörunum og þá er tilvalið fyrir liðsfélaga að máta fatnaðinn.
2. Hönnun
Liðið getur alfarið ráðið hönnunninni á fötunum. Bikeson getur einnig aðstoðað við allt hönnunarferlið byggða á litasamsetningu, logo og svo framvegis.
3. Pöntun
Liðið samþykkir hönnun, magn, verð og afhendingardag.
Afhendingarími er 6 vikur frá því að ofangreint er samþykkt og þarf að greiða 50% staðfestingargjald.
4. Afhending
Bikeson kemur vörunni til liðsins og eftirstöðvar greiddar.